A! Gjörningahátíð á Akureyri 1.-4. september 2016

14125629_1782114385379623_2825771342423966355_o

A! Gjörningahátíð verður haldin í annað sinn dagana 1.-4. september 2016 í samvinnu Listasafnsins á Akureyri, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélags Akureyrar / Leikfélags Akureyrar, Listhúss og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni fremur myndlistar- og sviðslistafólk gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.

A! Gjörningahátíð sló í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti í september í fyrra og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma sem og „off venue“ dagskrá víðsvegar um bæinn.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina: "Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður."

Gjörningarnir á A! 2016 fara fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, Samkomuhúsinu, Hofi, Flóru, Mjólkurbúðinni, í Listagilinu, Sal Myndlistarfélagsins, í göngugötunni og á fleiri stöðum á Akureyri og einnig í Hrísey.

Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, AK Litaker, Anna Richardsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Borgarasviðið, Gail Priest, Girilal Baars, Gosie Vervloessem, Ka Yee Li, Lárus H. List, Leikfélag Akureyrar, Michael Terren, Sara Björnsdóttir, Sebastian Franzén, Theatre Replacement, Thomas Watkiss og Yu Shuk Pui. 

Auk þess munu eftirtaldir listamenn koma fram á „off venue“ viðburðum: Aldís Dagmar Erlingsdóttir, Anton Logi Ólafsson, Bergþóra Einarsdóttir, Bíbí & Blaka / Fidget Feet, Egill Logi Jónasson, Freyja Eilíf, Hekla Björt Helgadóttir og Áki Sebastian Frostason, Jónborg Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Thora Karlsdottir og fleiri.

Samhliða A! fer fram vídeólistahátíðin Heim, en þar taka þátt Arna Valsdóttir og Klængur Gunnarsson.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/A.performance.festival

14086350_1782111022046626_4180165154647589271_o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband