Skrímslandi, #Gangandi og RÖSK í Listagilinu á Akureyrarvöku

13691122_10154512232206178_7388018903463531982_o

Listahópurinn RÖSK sýnir Skrímslandi og opnar sýninguna #Gangandi í listagilinu á Akureyrarvöku, laugardaginn 27.ágúst kl. 13

#Gangandi er sýning sem listahópurinn RÖSK setur upp í tilefni Akureyrarvöku og lok Listasumars. #Gangandi er leikur sem fólk getur tekið þátt í og eru listaverkin skór sem hægt er að spóka sig í um listagilið og fólk er hvatt til að skella mynd af sér í skónum á samskiptamiðlana facebook og Instagram og setja myllumerkið # og gangandi. Þá svífa verkin um netheima undir heitinu Gangandi og lifir þar sýningin og minningin um skemmtun í listaverkum.

Við opnun listasumars setti listahópurinn RÖSK upp sýninguna Skrímslandi í Listagilinu á Akureyri og lýkur þeirri sýningu nú á Akureyrarvöku. Þar eru 8 skrímslaskúlptúrar búnir að standa vörð um listagilið og hafa vakið verðskulda athygli þar í sumar. Skúlptúrarnr eru gerðir með það í huga að ýta undir ímyndunarafl fólks og gefa jafnvel skrímslum sem búa í hugarskotum þeirra kost á að leika lausum hala. Tilgangurinn listaverkanna er að vekja upp gleði og leik.
 
Um RÖSK:

RÖSK er samsýningarhópur fjögurra kvenna sem hafa sýnt saman undanfarin ár. Þær eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Thora Karlsdóttir. RÖSK hafa unnið á ólíkan hátt í myndlistinni  og beita ólíkum aðferðum og efnum  en eru samstíga í bæði hugmyndaferli og í samvinnu sinni í listum. Sýningar þeirra einkennast af því að gera gestum og gangandi kleift að máta sig við listaverkin og byggja þar upp skemmtilegt samtal listaverkanna og þátttakenda. Fer þá skemmtilegur leikur af stað sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Oftar en ekki er birtingarmynd þess samtals í leik, söng og látbragði sem auðga sýningarnar lífi og gleði. Síðustu sýningar hafa borið lýsandi titil og hafa þær stöllur farið í orðaleik með þema hverrar sýningar, s.s.Kjólandi, Skóhattandi og Svuntandi og gefur auga leið að listaverkin eru kjólar, svuntur, skór og hattar, og í ár eru það Skrímslandi og #Gangandi.

RÖSK er á facebook


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband