22.8.2016 | 17:52
Summer Dust / Sumarryk sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Lokateiti / finissage fjöllistaverkefnisins Sumarryks / Summer Dust í Verksmiðjunni verður haldið laugardaginn 27. ágúst frá kl. 14:00 23:00.
Þá munu fara fram tónleikar, teiknigjörningar, kvikmyndasýningar og hægt verður að skoða afrakstur verkefna listafólksins sem að starfað hefur í Verksmiðjunni undanfarinn mánuð.
Sumarryk / Summer Dust opnaði formlega laugardaginn 6. Ágúst. Í rúman mánuð hafa 11 listamenn frá 6 löndum starfað í Verksmiðjunni og í samvinnu, með hliðsjón af aðstæðum, þróað ákveðið ferli með það fyrir augum að skapa stórt sameiginlegt innsetningarverk. Í Verksmiðjunni má sjá og upplifa teikningar á stórum skala, veggmyndir, lifandi skúlptúra, vídeóverk, hljóðupptökur, tónlist og drög að heimildamynd um síldarverksmiðjuna sem að byggir á viðtölum við hjalteyringa.
Safnað hefur verið heimildum um verkefnið og viðburði því tengdu fyrir seinni tíma útgáfu.
Fríar sætaferðir frá Hofi á Akureyri til Hjalteyrar kl. 16:30. Rútan fer til baka frá Hjalteyri kl. 00:00.
The Summer Dust / Sumarryk finissage will be a day-long (2pm-11pm) concert, drawing performance, video screening and exhibition, resulting from a month-long occupation of the Verksmiðjan art centre, by eleven artists from six countries:
Anna Rún Tryggvadottir (IS, drawing,) François Morelli (CA, drawing,) Matt Shane (CA, drawing, drums,) Michaela Grill (AU, video,) Mariana Frandsen (AR, photo), Nick Kuepfer (CA, recording, guitar,) Neil Holyoak (CA/US, recording, guitar,) Hannelore Van Dijck (BE, drawing,) Christine Francis (CA, drawing, bass,) Jay Gillingham (CA, sculpture,) and Jim Holyoak (CA, drawing.)
Verksmiðjan á Hjalteyri, 06.08 18.09 2016 /Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri
http://verksmidjanhjalteyri.com
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit.
Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016.
https://www.facebook.com/events/1742617405985999
Flokkur: Menning og listir | Breytt 23.8.2016 kl. 13:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.