27.7.2016 | 22:29
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna "Sóley í Mjólkurbúðinni
Á laugardag kl. 14 opnar Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýningu á nýjum málverkum í Mjólkurbúðinni.
Helga Sigríður sýnir málverk unnin með blandaðri tækni og er viðfangsefnið að þessu sinni Brennisóley. Jurtir hafa fylgt manninum frá upphafi vega. Þær hafa gegnt veigamiklu hlutverki í sögu hans og menningu. Í gegnum aldirnar hefur maðurinn nýtt sér jurtir til að leggja við sár, drekka af þeim seyði og notað þær til annars konar lækninga og jafnvel galdra.
Helga Sigríður Valdemarsdóttir um sýninguna:
Áhugi minn á íslenskum lækningajurtum varð til þess að ég ákvað að nota þær sem viðfangsefni sýningar minnar og þá aðallega vegna litar og forms. Brennisóley varð að þessu sinni fyrir valinu vegna gula litarins. Guli litur sóleyjarinnar skreytir græn tún landsins, fellur vel að björtum bláum sumarhimni og lífgar upp gráa rigningardaga. Þetta tignarlega en viðkvæma blóm lifir villt í íslenskri náttúru og birtist sem kraftmikið og litríkt blóm verkum mínum.
Sýning Helgu Sigríðar er aðeins þessa einu helgi og er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17 í Mjólkurbúðinni og allir velkomnir.
https://www.facebook.com/events/1253530984671524
Flokkur: Menning og listir | Breytt 28.7.2016 kl. 17:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.