Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 16. júlí 2016.
«THE WORLD IS AN ENIGMA»
Í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
PIERRE COULIBEUF
Verksmiðjan á Hjalteyri, 16.07 01.08 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig facebook: Verksmiðjan á Hjalteyri
Opnun laugardaginn 16. júlí kl. 14:00 / Opið alla daga kl. 14:00 17:00.
Laugardaginn 16. júlí kl. 14-17 opnar franski myndlistar og kvikmyndagerðarmaðurinn Pierre Coulibeuf sýninguna «THE WORLD IS AN ENIGMA» Artwork: interpretation: possible universe.Sýningin mun samanstanda af 4 vídeóinnsetningum: «Somewhere in between 2004/2006» Tilraunakennd mannlýsing. Í verkinu er rannsóknum danshöfundarins Meg Stuart snúið yfir í skáldskap. Titli þess er ætlað vekja upp tilfinningu tómleika; «the Warriors of Beauty 2002/2006» sækir í leikhúsheim Jan Fabre. Völundarhúslaga með mörgum inngöngum, þar sem að ótrúleg Ariadne í brúðarkjól ("the demon of passage" ?) leiðir og afvegaleiðir áhorfandann um framandi heim sem að einkennist af hamskiptum, stríðandi hvötum, tvöföldunum, skrumskælingu, trúarathöfnum og fjarstæðum; «A Magnetic Space 2008» innblásin af veröld kanadíska danshöfundarins Benoît Lachambres, verkið fer inn á svið hins yfirnáttúrulega. Samspil margvíslegra krafta tengir persónurnar við elementin loft, vatn, plöntur og steina - sem leiðir til undarlegra en eðlislægra líkamshreyfinga. Þessar persónur ferðast um segulmagnað rými þar sem að líkamstjáning tekur við af tungumálinu; «Le Démon du passage 1995/2006». Myndin er innblásin af heimi franska listamannsins og ljósmyndarans Jean-Luc Moulène. Er þetta lögreglu ráðgáta eða annars leikur ástarinnar ?
Eitthvað er um það bil að verða til á yfirborði óreiðunnar, til samræmis ókunnuglegri og torskilinni þraut sem erfiðar í áttina að lausn
ýjar að Hugmynd
teiknar upp Fígúru
Röð undarlegra tákna samtengjast í andrúmslofti (falskrar) fjársjóðsleitar
Einhverskonar myndletur birtist hingað og þangað, tengist óvænt og dregur upp Fígúrur á hreyfingu...Hefðbundnar fagurlista kategoríur (andlitsmynd, landslag, nekt, kyrralíf) með hverju Jean-Luc Moulène vanalegast hugsar upp myndir sínar, eru túlkaðar að nýju í kvikmyndinni.
Kvikmyndaverkið - sem líking - er handahófskennd umritun á innri sýn. Eins og birtingarmynd hugsunar, afurð hverfulla krafta. Í skapandi sýn er brotum raunveruleikans raðað saman. Heimurinn er lygi. Kvikmyndaverkið býr til heim. Heimurinn sem að kvikmyndaverkið kallar fram er ekki uppfærsla á raunveruleikanum heldur endurvarp hans.
Raunveruleikinn er ekki lengur eitthvað auðþekkjanlegt, hughreystandi. Þvert á móti. Í gegnum þessi verk miðar sýningin að því að benda á hversu tengsl manneskjunnar við heiminn geta verið torráðin, og heimurinn sjálfur óviss, dularfullur og erfiður að henda reiður á. Kvikmyndaverkið, langt frá því að þykjast gefa heiminum merkingu, getur eingöngu bergmálað undarlegan kunnugleika.
Sérhvert verk sem að gert er ráð fyrir á þessari sýningu reynir að líkja eftir þankagangi, hvöt eða viðhorfi, umhugsun og umorðun, tilfinningu eða uppnámi; með öðrum orðum, líkja eftir (miðla) ósýnilegum geðshræringum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 1. ágúst.
Á opnun verður sýnd sérstaklega kvikmyndin Crossover (2009) með Ernu Ómarsdóttur og PONI.
Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.
Ari Allansson ariallansson@gmail.com
Koma listamannsins og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.