29.6.2016 | 10:47
Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3.júlí 2016
Á næstkomandi sunnudag kl. 15.30 verður efnt til samsætis í fimmta sinn undir dagskrárliðnum "sunnudagskaffi með skapandi fólki"
Meiningin er að kalla til skapandi fólk úr samfélaginu frá ólíkum starfsstéttum til að fá innsýn í sköpunarferli. Um er að ræða óformlegt spjall, og myndast oft skemmtilegar samræður milli gesta og fyrirlesara.
Kristján Einarsson mun sjá um sunnudagskaffið að þessu sinni. Hann er stærðfræðikennari og hefur kennt stærðfræði við framhaldsskóla í fjögur ár. Hann hefur einnig tekið þátt í þverfaglega samstarfsverkefninu Reitir undanfarin fimm skipti.
Kristján mun fjalla um stærðfræði í víðu samhengi og hvernig sköpun kemur þar fram. Einnig mun hann ræða þátt sinn í þróun námsgagna, en hann gaf út bókina Hringfari: Föll og ferlar á árinu. Um þessar mundir vinnur Kristján meðal annars að því að hanna spil sem einnig tengist stærðfræðikennslu.
Erindið fer fram á ensku.
Kaffi og meðlæti í boði, allir velkomnir
Fjallabyggð, Egilssíld og Menningarráð Eyþings styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Nánar á fb: mhttps://www.facebook.com/events/592657860912238/
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.