3.5.2016 | 10:53
STINGUR Í AUGUN - Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar
STINGUR Í AUGUN
7. maí 2016 kl. 15:00
-----------------------------------------------------------------------------------
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
STINGUR Í AUGUN
7th of May at 3 pm.
Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri / 07.05 28.05 2016
Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir
Opnun laugardaginn 7. maí kl. 15:00 / Opið alla virka daga kl. 14:00 17:00 en opnunartími og dagskrá um helgar verða auglýst sérstaklega.
Listafólkið sem rekur menningarrýmið Kaktus í Gilinu á Akureyri hefur tímabundið flutt sig út á Hjalteyri. Þar - í Verksmiðjunni - munu þau starfa út mánuðinn og standa fyrir lifandi sýningu sem taka mun stöðugum breytingum svo lengi sem hún varir.
Þá stendur til að fá liðsauka og hefur fleiri listamönnum verið boðið til þátttöku, en Kaktushópurinn hefur skipulagt dagskrá fjölbreyttra viðburða næstu fjórar helgar.
Verksmiðjan verður opin alla virka daga milli kl. 14 og 17 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og fylgjast með ferlinu. Viðburðir og opnunartímar um helgar verða auglýstir sérstaklega en formleg opnun á «STINGUR Í AUGUN» verður þann 7. maí frá kl. 15 - 19 en jafnframt verður opið sunnudaginn 8. maí frá kl. 14 - 17.
VIÐBURÐIR Í MAÍ
07. - 08. maí : Kaktus - Stingur í augun
14. - 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. - 22. maí: Kaktus fær til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands
28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.
UM KAKTUS
Kaktus er lista og menningarrými sem stendur fyrir fjölbreyttri lista-og menningarstarfssemi í miðju listagilinu á Akureyri þar sem Populus Tremula starfaði áður. Stjórnendur Kaktus eru sex talsins (Anne Balanant, Áki Sebestían Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Jónína Björg Helgadóttir) Þau stofnuðu lista- og menningarýmið í mars árið 2015, en sameiginlega sjá þau um rekstur þess og vinna ötullega að því að göfga akureyskt menningarlíf. Kaktus býður upprennandi lista- og hugsjónafólki að nýta rýmið á margskonar máta og á dagskrá eru listasýningar, tónlistarviðburðir, ljóðakvöld, bíódagsskrá, örnámskeið, hefðbundnir fyrirlestrar og frumlegri viðburðir, svo fátt eitt sé nefnt. Í Kaktus er einnig rekið myndasögubókasafn. Til viðbótar við opinberu dagsskána nota stjórnendur Kaktus rýmið fyrir eigin listavinnustofur en þau munu flytja með sér allt sitt hafurtask yfir í Verksmiðjuna á meðan dvölinni þar stendur.
Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Norðurorku, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Frekari upplýsingar veita: Jónína Björg Helgadóttir á kaktusdidsomeart@gmail.com eða í síma 663-2443
Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma 461-1450 og 692-7450
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit.
Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016
https://www.facebook.com/events/2265814733559251
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.