Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

13063331_1117555078266333_4266532875450625467_o

Laugardaginn 30. apríl kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.  

Á útskriftarsýningunni má meðal annars sjá málverk, ljósmyndir, fatahönnun, grafíkverk og teikningar. Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er í annað sinn sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. 

Útskriftarsýningin stendur til 15. maí og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Nemendur verða á staðnum alla opnunarhelgina, reiðubúnir í samtal um verkin og að leiðsegja gestum. Nemendurnir eru: Andrea María Sveinsdóttir, Anna Kristín Arnardóttir, Arna Halldórsdóttir, Ásdís Dögg Guðmunsdóttir, Kamilla Ósk Heimisdóttir, María Rún Árnadóttir, Svanfríður Oddsdóttir, Úlfur Logason og Valtýr Örn Stefánsson Jeppesen.

Meðfylgjandi er kynningarmynd sýningarinnar eftir Úlf Logason.

https://www.facebook.com/events/1733572006887501

http://www.listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband