Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistasýningu á bókasafni Háskólans á Akureyri

13002572_10153448374677231_9130792291963344303_o

Með rauða kúlu á maganum – sýning á bókasafni Háskólans á Akureyri

Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistasýningu á bókasafni Háskólans á Akureyri, fimmtudaginn 14.apríl kl. 16

Á sýningunni „Með rauða kúlu á maganum“ vinnur Dagrún með fiska sem myndefni í olíumálverkum og annarskonar fiska sem fljóta um rýmið.

Dagrún um sýninguna:

Hafið er ein af okkar aðal auðlindum og er einnig endalaus uppspretta myndefnis og sagna sem eiga djúpar rætur í samfélaginu. Hafið gefur og lífríki þess er mjög dýrmætt. Fiskar og sjávardýr eru mjög spennandi sem myndefni og vinn ég með það á þessari sýningu. Ég vinn með eftirlíkinguna í olíumálverkinu og velti fyrir mér formum, litum og blæbrigðum þeirra.

Sýningin „Með rauða kúlu á maganum“ stendur til 13.maí og allir velkomnir á opnunartíma Bókasafns Háskólans á Akureyri milli kl. 8-18 virka daga.

https://www.facebook.com/events/597512360426673


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband