Sýningin BIL / GAP opnar í Sal Myndlistarfélagsins

12698163_1002619979811005_1227165708337674819_o

Verið velkomin á opnun sýningarinnar BIL / GAP, föstudaginn 19. febrúar kl 17:00 - 19:00 í Sal Myndlistarfélagsins. Léttar veitingar í boði. Sýningin er opin um helgar frá 14:00 - 17:00, síðasti sýningardagur er 6. mars.

/
Sögur um bil í tíma, skáldskapur í sannindum.
Þrá, stolt, tími, frestun á tíma og lestur í tíma.
/

Gunnar Jónsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík en flutti stuttu síðar til Ísafjarðar. Hann stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 2012. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði erlendis og hér heima. Hann er meðlimur í listamannarekna galleríinu Slunkaríki á Ísafirði og starfar einnig sem listrænn stjórnandi í Gallerí Úthverfa á Ísafirði þar sem hann býr og starfar.
www.gunnarjonsson.net
http://www.kolsalt.is/outvert-art-spacegalleriacute-uacutethverfa.html

Gústav Geir Bollason er fæddur árið 1966 á Akureyri. Hann stundaði nám við Myndlista og Handíðaskóla Íslands en að því loknu nam hann einnig í Búdapest og síðar í París. Gústav býr og starfar á Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem hann rekur ásamt öðrum listamönnum sýningar- og verkefnarýmið Verksmiðjan á Hjalteyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

Klængur Gunnarsson er fæddur árið 1985 í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011 og frá þeim tíma hefur hann tekið þátt í margvíslegum verkefnum og sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur er búsettur á Akureyri þar sem hann hefur starfað undanfarin tvö ár.
www.klaengur.org

https://www.facebook.com/events/954255114621523


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband