10.2.2016 | 09:23
Zine vinnustofa í Kaktus
. . Z I N E V I N N U S T O F A . .
Verið hjartanlega velkomin á Zine vinnustofu í Kaktus.
Frábært tækifæri til að nýta sköpunargleðina og búa til eigið Zine eða skoða önnur, eyða helginni í skapandi umhverfi með góðum vinum og njóta lífsins!
Megan Auður, ungt skáld og listamaður, er komin alla leið frá Reykjavík til að eyða helginni á Akureyri að skapa saman.
Í farteski sínu hefur hún safn af Zine-um, föndur og fíneríi sem spennandi verður að skoða, og vonumst við til að sem flestir láti sjá sig til að vinna hvort í sínu lagi eða saman að einu eða fleiri Zine-um.
Pennar, skæri, litir, lím, penslar, pappír og fjöldi annarra verkfæra verða á staðnum auk skanna og prentara. En auðvitað er frábært ef gestir vilja taka eigin verkfæri meðferðis.
Samkvæmt Wikipedia er Zine:
most commonly a small circulation of self-published work of original or appropriated texts and images usually reproduced via photocopier. A popular definition includes that circulation must be 1,000 or fewer, although in practice the majority are produced in editions of fewer than 100, and profit is not the primary intent of publication.
https://www.facebook.com/events/228813090792229
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.