Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði

1452684502_dst_8970

Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki.  Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika. 
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki.
Verkefnin skulu auðga menningarlífið í bænum,hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.

Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs og Menningarstefnu Akureyrar 2013-2018
eru á heimasíðu Akureyrarbæjar
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal

Húsverndarsjóður Akureyrar
Sjóðnum er ætlað að vinna að verndun húsa og mannvirkja á Akureyri. Veittir verða tveir styrkir að upphæð kr. 250.000 hvor.
Upplýsingar um reglur sjóðsins eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.

Ákvarðanir um styrkveitingarnar eru teknar af stjórn Akureyrarstofu.  Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála í netfanginu huldasif@akureyri.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband