Björg Eiríksdóttir sýnir á bókasafni Háskólans á Akureyri

12471320_1213527362009358_149232516118808557_o

Björg Eiríksdóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin í tengslum við meistaraprófsrannsókn Bjargar þar sem hún mótar námsefni í teikningu með aðferðum starfenda- og listrannsókna. Námsefnið ber titilinn „Ég sé með teikningu“. Á sýningunni verða teikningar; tvívíðar, þrívíðar, á hreyfingu, í lit og hljóði og er titill hennar „Ég sé mig sjáandi“ en þar er vísað í orð Maurice Merleau-Pontys heimspekings og fyrirbærafræðings. Þetta er áttunda einkasýning Bjargar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga.
Opnun verður þann 14. janúar kl. 16:00-18:00 og varir sýningin til 19. febrúar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.

https://www.facebook.com/events/951858514901607


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband