25.11.2015 | 11:23
Margrét H. Blöndal sýnir í Flóru
Laugardaginn 28. nóvember kl. 14:00 á opnar Margrét H. Blöndal sýningu í Flóru á Akureyri.
Margrét nam við MHÍ og Rutgers University, New Jersey þar sem hún lauk meistaraprófi árið 1997. Allar götur síðan hefur hún sýnt víðs vegar um heim, utan lands sem innan, í borgum og sveitum. Basel, Berlín og Siglufirði. Verkið í Flóru er sérstaklega unnið inn í vistkerfi staðarins.
Lýsandi eyja, blaktandi blómabeð af mildu og ólgandi bláu ljósi, sem margfaldast í ölduspeglunum. Og bláa birtan hverfur og í hennar stað tendrast skógur rauðra ljósa, rauðlogandi ... en upp af þessu tortímingarbáli spretta langir, bogadregnir eldstönglar, og þessir stönglar bera blóm af hrapandi stjörnum! Þú ríður heilluðum himinfisknum inn í ægistóra Tímlu vetrarbrautarinnar, þar sem ljósið bylgjast og æðir um óravegu. Þú ferð eftir brautinni löngu sem liggur á enda veraldrar og langt undan standa hlið ... opin. *
*Úr skáldsögunni Móðir sjöstjarna eftir William Heinesen
Nánari upplýsingar um Margréti og verk hennar má nálgast á heimasíðu hennar: http://www.margrethblondal.net
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. - fös. kl. 15-18. Auk þess verður opið eftirfarandi: lau. 5.12. kl. 11-15.
lau. 12.12. kl. 11-15.
mán. 14.12. - lau. 19.12. kl. 10-18.
sun. 20.12. kl. 12-18.
mán. 21.12. - mið. 23.12 kl. 10-20.
mán. 28.12. - mið. 30.12 kl. 12-18.
mán. 4.1. - fös. 8.1. kl. 15-18.
Sýningin stendur til föstudagsins 8. janúar 2016.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
Margrét H. Blöndal
28. nóvember 2015 - 8. janúar 2016
Opnun laugardaginn 28. nóvember kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/events/1069773533073194
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.