11 útskriftanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sýna í Sal Myndlistarfélagsins

12247037_954597944613209_3446473790320916560_n

Þann 27. nóvember opna 11 útskriftanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sýninguna Samasem í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10. 

Þetta er útskriftarsýning nemenda af bæði myndlistar- og hönnunarsviði þar sem þau sýna verk útfrá þeim aðferðum sem þau hafa lært í undanfarnar annir í skólanum og hafa unnið sjálfstætt síðastliðna önn. Fimm nemendur eru af hönnunarsviðinu og 6 af myndlistarsviði. 

Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt. Við munum sýna m.a. húsgögn, ljósmyndir, málverk, teikningar, klæðnað, textílverk og innsetningarverk. Þetta er allt unnið undir leiðslu Véronique og Boghildar Ínu.

Sýningin opnar á föstudeginum klukkan 20:00 og verður einnig opin laugardag og sunnudag frá 14:00-17:00. 

Á sýningunni verða verk frá: 
Önnu Dóru Sigurðardóttur
Elínu Maríu Heiðarsdóttur
Filippíu Svövu Gautadóttur
Freydísi Björk Kjartansdóttur
Guðlaugu Jönu Sigurðardóttur
Helga Frey Guðnasyni
Hermanni Kristni Egilssyni
Kötlu Ósk Rakelardóttur
Láru Ingimundardóttur
Sögu Snorradóttur
Teklu Sól Ingibjartsdóttur

https://www.facebook.com/events/436640119879415


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband