Anna Richardsdóttir opnar sýningu í Flóru

12183977_1058709830826778_1080145989525228897_o

Anna Richardsdóttir
Hér er þráður, um þráð, frá mér, til þín
12. - 26. nóvember 2015
Opnun fimmtudaginn 12. nóvember kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1484208541887226

Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 17-19 opnar Anna Richardsdóttir sýninguna Hér er þráður, um þráð, frá mér, til þín í Flóru á Akureyri.

Anna er menntuð í hreyfingu og spunadansi frá Þýskalandi og lauk háskólagráðu í því fagi 1986. Hún hefur búið og starfað á Akureyri síðan 1989 eða í 26 ár og hefur unnið að listgrein sinni, dansgjörningum, öll þessi ár. Hún hefur þróað og flutt fjölda verka en það verk sem hún hefur flutt oftast er Hreingjörningur. Hann var fluttur vikulega í heilt ár í miðbæ Akureyrar 1998-99 og eftir það hefur Anna hreingjört í mörgum öðrum löndum. Síðasta verk Önnu var flutt í Gúmmívinnslunni á A! gjörningahátíð nú í september 2015 og nefndist verkið Hjartað slær, endurvinnsla á konu.


Bæði síðasta sýning og þessi fjalla um endurnýtingu og því má sjá þær í samengi. Anna hefur ekki áður sett upp sýningu áður með því sniði sem hér gefur að líta.


Anna segir um sýninguna í Flóru: “Stundum þegar ég klippi sundur flík verður mér hugsað til  þess hvernig ég klippi einstaka sinnum á þræði í tilverunni. Þá er ég að losa mig útúr einhverju af ástæðu.
Svo þegar ég sauma saman tvær ólíkar flíkur þá hugsa ég um alla þessa ólíku þræði tilverunnar og hvernig þeir tengjast. Það er oft með ólíkindum hvernig tengingar verða til og hvað útkoman er ótrúleg. Til verða alskyns sambönd sem mörg hver eru hin ólíklegustu og þroska mig og kenna mér allt mögulegt og ómögulegt á ýmsa þá vegu sem ég hefði fyrirfram alls ekki getað látið mér detta í hug.
Önnur sambönd eru gömul og notaleg, þræðir sem tengdust fyrir löngu síðan, jafnvel í öðrum lífum eða á öðrum plánetum og við fyrstu sýn, á broti úr andartaki, skynja ég tímalausa dýpt og sterkan þráð sem leiðir mig heim.
Það er aldrei að vita hvernig tenging verður til næst og þegar ég þori að fylgja þræði og finna tengingar og næra þær þá styrkir það lífshamingjuna mína. Já þegar upp er staðið er líf mitt eins og stór og skringileg flík og ég elska að klæðast henni!
Ein stærsta birtingarmynd endurvinnslunnar er dauðinn í öllum sínum myndum og fyrir mér er hann litríkastur af öllum þráðum tilverunnar, inniber bæði endalok og upphaf lífsins og hamingjunnar.”


Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mánudaga til föstudaga kl. 15-18. Sýningin stendur til 27. nóvember 2015.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu,
endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband