Sandra Rebekka opnar sína fyrstu einkasýningu

12184969_984858261587422_3509331651875182006_o

Helgina 20.- 22. nóvember mun Sandra Rebekka halda sína fyrstu einkasýningu. Sýningin verður í Pakkhúsinu, Hafnarstræti 19 á Akureyri. Sýningin opnar kl. 20.00 föstudagskvöldið 20. nóvember og verður opið til kl 23:00. Sýningin verður einnig opin á milli 13 til 17, laugardag og sunnudag.

"Á sýningunni verða olíumálverk og teikningar sem ég hef verið að vinna að undanfarna mánuði. Verkin eru ýmist byggð á minningum um ævintýri frá í æsku, lituð af draumórum barnsins, nostalgía sveipuð ljóma. Hins vegar af innri togstreitu á milli listamannsins sem vill sökkva sér í listina og daglegs amsturs, ólíku hlutverkin sem takast á."

Við opnun sýningarinnar mun Ivan Mendez flytja nokkur lög.

https://www.facebook.com/events/535122629970832


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband