6.11.2015 | 16:50
Sýningin "Í heimsókn hjá Helgu" í Minjasafninu á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri
Opnun laugardaginn 7. nóvember kl. 14
"Drottinn minn dýri maður fékk eitt epli á jólunum. Maður nagaði það upp, flusið og allt saman, ekkert mátti fara til spillis. Ég man þegar ég hugsaði með mér hversu gaman það væri ef maður fengi nú oftar epli. Maður getur nú veitt sér meira í dag og það er orðið hversdagslegt sem var svo einstaklega yndislegt. (Helga Jónsdóttir 94 ára).
Laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 opnar sýningin Í heimsókn hjá Helgu á Minjasafninu á Akureyri. Um er að ræða ljósmynda- og sögusýningu eftir myndlistarkonuna Dagbjörtu Brynju Harðardóttur Tveiten. Sýningin fjallar um líf og tilveru Helgu Jónsdóttur 94 ára frá Syðstabæ í Hrísey og segir frá alþýðukonu sem hefur lifað tímana tvenna. Að sögn Brynju gefur sýningin innsýn í líf einstakrar konu sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði. Sýningin á erindi til okkar allra segir Brynja. Hún er hvetjandi og mannbætandi og staðsetur okkur í fortíð sem er okkur enn nálæg og auðveldar okkur að skilja undirstöður raunveruleika okkar. Sýningin segir frá lífsbaráttu konu sem elst upp við erfiðar aðstæður, bæði persónulegar og samfélagslegar og minnir okkur á að þakka fyrir áfangana sem hafa áunnist í samfélagi okkar en hvetur okkur um leið að halda áfram að lifa og starfa með jafnréttið að leiðarljósi.
https://www.facebook.com/events/921674641236150
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.