14.10.2015 | 21:13
Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur segir frá verkum á Haustsýningu Listasafnsins
Í tilefni af síðustu opnunardögum samsýningarinnar Haust í Listasafninu á Akureyri mun Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur taka á móti áhugasömum gestum kl. 15 næstkomandi laugardag 17. október og ganga með þeim um sýninguna. Aðgangur er ókeypis en til sölu verður sýningarskráin sem kostar aðeins 1.000 kr.
Á sýningunni, sem lýkur sunnudaginn 18. október, má sjá verk 30 norðlenskra listamanna sem vinna með ólíka miðla og aðferðir.
Listamennirnir eru: Arna Valsdóttir, Arnar Ómarsson, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Björg Eiríksdóttir, Eiríkur Arnar Magnússon, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðrún Þórisdóttir, Gunnhildur Helgadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Heiðdís Hólm, Hekla Björt Helgadóttir, Joris Rademaker, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Klængur Gunnarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Marina Rees, Ragnheiður Þórsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Rósa Júlíusdóttir, Sam Rees, Stefán Boulter, Unnur Óttarsdóttir, Victor Ocares, Þórarinn Blöndal, Þórgunnur Oddsdóttir, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.
https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.