5.10.2015 | 11:45
Beate Stormo með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri
Þriðjudaginn 6. október kl. 17 heldur Beate Stormo fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Klæðnaður á miðöldum. Þar fjallar hún um klæðnað miðalda og þátttöku sína á miðaldadögum á Gásum. Aðgangur er ókeypis.
Beate Stormo er bóndi og eldsmiður og hefur haft áhuga á gömlu handverki og fornöld frá blautu barnsbeini. Hún hefur starfað með miðaldahópnum Handraðanum í tengslum við miðaldadagana á Gásum frá upphafi og skoðað sérstaklega miðaldafatnað frá þeim tíma og haldið námskeið i miðaldafatasaum víða á Íslandi.
Fyrirlesturinn er annar í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Listasafninu, Ketilhúsi í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Jón Þór Sigurðsson, Ragnheiður Þórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir, Þorlákur Axel Jónsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þórhallur Kristjánsson.
29.9 Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir
6.10 Beate Stormo
13.10 Jón Þór Sigurðsson
20.10 Ragnheiður Þórsdóttir
27.10 Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir
3.11 Þorlákur Axel Jónsson
10.11 Þórhildur Örvarsdóttir
17.11 Haraldur Ingi Haraldsson
24.11 Margrét Elísabet Ólafsdóttir
1.12 Þórhallur Kristjánsson
https://www.facebook.com/events/986294861443015
http://www.listak.is/
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.