5.10.2015 | 11:31
Ómar Guðjónsson & Tómas R. Einarsson í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Laugardaginn 10. okt. kl. 21.00 verða Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Ómar Guðjónsson & Tómas R. Einarsson
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana, Washington DC....
Nú hafa þeir gert langþráðan draum að veruleika: að taka upp plötu þar sem þeir semja hvor fyrir annan. Þar er músíkölsk samræða æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður.
Upptakan fór fram á Kolsstöðum í Borgarfirði, á sólríkum sumardögum þar sem hvít jöklabreiða bar við augu út um upptökuglugga ásamt hrauni og blómstrandi kjarri.
BRÆÐRALAG Um land allt!
Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson munu kynna plötuna Bræðralag á tónleikaferð um landið í haust. Tónleikarnir verða nítján talsins, en þeir fyrstu verða í Garðaholti, Garðabæ, sunnudagskvöldið 27. september, kl. 20.30, og tónleikaferðinni lýkur svo í Iðnó, Reykjavík, fimmtudagskvöldið 15. október kl. 20.30
Fjallabyggð, Uppbyggingarsjóður og Fiskbúð Siglufjarðar styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem er vinnustofa og heimili Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.
Tekið á móti frjálsum framlögum til listamannanna. Upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
https://www.facebook.com/events/473632046149928/474983376014795
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.