ÁLFkonur - Á eigin vegum

elfa 1

Laugardaginn 3. október kl. 14:00 opna ÁLFkonur ljósmyndasýninguna „Á eigin vegum“ í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10.

ÁLFkonur er áhugaljósmyndarafélag fyrir konur. Þær hafa starfað saman frá sumrinu 2010 og er þessi 16. sýning hópsins jafnframt 5 ára afmælissýning.

Að þessu sinni er ekki sameiginlegt þema heldur er hver og ein á eigin vegum við val á myndefni og uppsetningu. Hér kemur saman ólík sýn þeirra á umhverfið skráð með aðstoð linsu og vélar.

Sýningin verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-17:00 til og með 18. október.

Í hópnum ÁLFkonur eru:

Agnes Heiða Skúladóttir
Berglind H. Helgadóttir
Díana Bryndís
Ester Guðbjörnsdóttir
Freydís Heiðarsdóttir
Guðný Pálína Sæmundsdóttir
Guðrún Kristín Valgeirsdóttir
Gunnlaug E. Friðriksdóttir
Halla S. Gunnlaugsdóttir
Helga H. Gunnlaugsdóttir
Helga Haraldsdóttir
Helga Heimisdóttir
Hrefna Harðardóttir
Kristjana Agnarsdóttir
Lilja Guðmundsdóttir
Linda Ólafsdóttir
Margrét Elfa Jónsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband