Bergþór Morthens sýnir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12001005_10153475046333796_1173332377584978122_o

Föstudaginn 11. September kl. 17.00 opnar listamaðurinn Bergþór Morthens sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Alþýðuhúsið á Siglufirði

Kompan 11.09. – 4.10.

Bergþór Morthens - Við aftökustaðinn

Bergþór Morthens er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 2001-2004 og mastersnám við Valand listaakademíuna í Gautaborg 2013-2015. Bergþór hefur unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar, jafnt hér á landi sem erlendis. Verk Bergþórs ögra viðmiðum portrett-hefðarinnar og daðra við hið gróteska. Viðfangsefnin eru í mörgum tilfellum, stjórnmálamenn og fólk í valdastöðum, máluð á „hefðbundinn“ máta en í stað þess að upphefja viðfangsefnið er samhenginu breytt með miðlun listamannsins. Sýningin Við aftökustaðinn vísar til verks eftir Kjarval af einum alræmdasta aftökustað landsins, Drekkingarhyl í Öxará. Verkin eru fullunnin í ákveðnum stíl en svo kemur til sögunnar annar stíll, meira abstrakt og expressjónískur. Hann hylur eða eyðileggur upphaflega verkið og skírskotar til Chromophobiu (ótti við liti), þess að grýta tertu í andlit einhvers í pólitískum mótmælum en vísar einnig til athafnamálverksins (e. action painting).

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarfið í Alþýðuhúsinu.

https://www.facebook.com/events/438923872959415


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband