4.9.2015 | 12:51
Beint streymi frá félagsfundi SÍM
Við viljum benda á að hægt verður að fygjast beint með félagsfundi SÍM, sem haldinn verður í SÍM salnum núna á laugardaginn 5. sept. 2015. Tengill á beint streymi er hér.
Dagskrá fundar:
13:00
/// Kynning á nýrri heimsíðu SÍM
Elisabet Brynhildardóttir, hönnuður síðunnar kynnir.
13:03
/// Kynning á BHM - Bandalagi Háskólamanna
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvædastjóri SÍM fer yfir það helsta sem felst í því að vera innan vébanda BHM.
14:00
/// STARA
4. tölublað STARA kemur út og er þema blaðsins Feneyjatvíæringurinn.
Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM fjallar um ferlið við val á framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins.
Hlynur Helgasson skrifar áhugaverða og ýtarlega grein um Listina, samfélagið og tjáningarfrelsið.
Jón Proppé fjallar um samsýninguna Listería sem var sett upp í ókláruðu safnhúsi á Nesi.
Vinnustofuviðtal við Eygló Harðardóttur, en hún er í vinnustofu SÍM í Súðarvogi.
14:20
/// MANELE DAM sýningarstjóri verður með kynningu.
SÍM fékk styrk frá KKNORD 2015 til þess að bjóða myndlistarmönnum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum til dvalar í Gestavinnustofum SÍM.
Árið 2015 hefur SÍM ákveðið að vinna með Nýlistasafninu og Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra við val á listamönnum og sýningarstjórum.
Malene Dam, sýningarstjóri frá Danmörku sem dvelur hjá okkur í september, ætlar að halda stutta kynningu um sín störf.
Félagsmönnum gefst tækifæri að heilsa upp á Malene og skrá sig á vinnustofuheimsóknar lista.
14:45
/// VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM segir frá herferðinni Við borgum myndlistarmönnum sem er í undirbúningi hjá SÍM
/// Önnur mál
Félagsmönnum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri til stjórnar SÍM, ræða hagsmunamál sín og spyrja spurninga.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.