3.9.2015 | 15:42
loop á videolistahátíðinni heim
Á Akureyrarvöku 2015 föstudaginn 28. ágúst opnaði videolistahátíðin heim að Vanabyggð 3, efri hæð, Akureyri. Fyrirhugað er að heim videolistahátíð verði að árlegum viðburði og hugsunin er að virkja sem flesta skjái í bænum í eina viku á ári og standa fyrir einskonar heimsendingu á videolist inn á heimili Akureyringa. Á opnunarkvöldi bauð Arna Valsdóttir heim og sýndi vídeó/söng innsetningu á heimili sínu. Í framhaldi af því, mánudaginn 31.ágúst fluttu listamennirnir Arnar Ómarsson og Freyja Reynisdóttir inn á heimilið og opna sýningu þar föstudaginn 4. september sem stendur til sunnudagsins 06. september.
loop
Arnar Ómarsson, Freyja Reynisdóttir
Föstudaginn 4. september kl. 23.00 opnar sýning þeirra loop og mun hún standa til sunnudagsins 6. September. Opið frá 21:00 01:00 Laugardag og Sunnudag. loop er samansafn videoverka unnin á staðnum með heimilið sem viðfangsefni þar sem listamennirnir unnu útfrá rýminu sjálfu og reynslu þeirra sem gestir en einnig meðlimir heimilisins. Ferlið og útkoman er tilraunkennd og fyrirvaralaus.
A! Gjörningahátíð fer fram sömu daga og hvetjum við alla til að kynna sér þeirra dagskrá.
Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra, Höldur bílaleiga Akureyrar og Bakaríið við brúna styrkja verkefnið.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 4.9.2015 kl. 12:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.