Hekla Björt Helgadóttir sýnir í Verksmiðjunni á Hjalteyri

10521328_10153537380337829_3743814710272699067_n

Salt Vatn Skæri: Hlý Eyja
Hekla Björt Helgadóttir

05.09 – 27.09 2015. Opið um helgar frá 14:00 – 17:00 og samkvæmt samkomulagi.

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 5. september 2015 kl 22:00.

Ókeypis rútuferð frá Hótel Kea kl 21:45 - Ferð tilbaka frá Hjalteyri á miðnætti.

Sýningin byggir á samnefndu ljóðahandriti Heklu sem hún hefur unnið og þróað frá æsku. Á sýningunni sviðsetur hún landslag og ljóðaheim handritsins og skeytir þannig saman myndlist, ljóðlist og leikhúsi.

Með henni starfa listamenn sem allir fengu ljóð úr handritinu til útfærslu á eigin hátt. Má þar nefna raftónlistarfólkið Anne Balanant og Áka Sebastian Frostason, klassíska tónskáldið Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur ásamt básúnuleikaranum Ara Hróðmarssyni, tónlistarmanninn Þorstein Kára Guðmundsson og myndlistarmannin Söru Björg Bjarnadóttur, en allir ofangreindir eiga tónverk á sýningunni.

Einnig gefur að líta brúður sem listamaðurinn Lilý Erla Adamsdóttir vann eftir persónum handritsins og myndbandsverk sem Freyja Reynisdóttir listamaður og Hekla Björt unnu í samstarfi fyrr á árinu.

Síðar um kvöldið leika plötusnúðarnir Sexítæm (Lovísa Arnardóttir og Óli Hjörtur Ólafsson) og Vélarnar (Arnar Ari Lúðvíksson) fyrir leik og dansi.

Allir eru innilega velkomnir á Hlýja Eyju á Hjalteyri.

https://www.facebook.com/events/750317581744718


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband