Þórgunnur Oddsdóttir sýnir í Flóru

11875050_1020459324651829_9214087517310769862_o

Þórgunnur Oddsdóttir        
Grasafræði
28. ágúst - 24. september 2015
Opnun föstudaginn 28. ágúst kl. 17
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1619336121677582

Föstudaginn 28. ágúst kl. 17:00 á Akureyrarvöku opnar Þórgunnur Oddsdóttir sýninguna Grasafræði í Flóru á Akureyri.

Hverfulleikinn og tilraunir okkar til að skrásetja veruleikann, varðveita og greina eru leiðarstef í verkum Þórgunnar sem hefur til að mynda unnið með tengsl ljósmynda og minnis og mörk skáldskapar og fræða í verkum sínum. Nú sýnir hún verk sem unnin eru út frá flóru Íslands. Efniviðurinn eru þurrkaðar jurtir sem hún safnaði í sumar og texti úr gamalli og lúinni kennslubók í grasafræði eftir Stefán Stefánsson skólameistara. Í stað þess að greina og skrá jurtasýnin tekur Þórgunnur þau í sundur og raðar saman á nýjan leik svo úr verða plöntur sem finnast hvergi í raunveruleikanum. Á sama hátt brýtur hún texta Stefáns niður orð fyrir orð og yrkir úr honum glænýja grasafræði.

Þórgunnur Oddsdóttir er fædd á Akureyri árið 1981. Hún lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hafði áður lokið B.A. prófi í íslensku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Þórgunnur hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis og meðal annars unnið með Kling & Bang gallerí í Reykjavík. Hún starfar sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á Akureyri.

Nánari upplýsingar um Þórgunni og verk hennar má nálgast á heimasíðu hennar: www.thorgunnur.info

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: Akureyrvökuhelgina laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 12-18 og frá 1. september  mánudaga til föstudaga kl. 15-18. Sýningin stendur til fimmtudagsins 24. september 2015.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband