Höfuðverk í Sal Myndlistarfélagsins

11049596_910333259039678_425806961722884074_n

Myndlistarhópurinn Höfuðverk samanstendur af 9 konum sem allar voru saman í Myndlistarskólanum á Akureyri. Hópurinn hefur sýnt saman nokkrum sinnum og í hvert sinn leitast við að hafa sýningarnar sem fjölbreyttastar enda listakonurnar eins ólíkar og þær eru margar. Á sýningum hópsins hafa meðal annars verið málverk, innsetningar, veggverk, skúlptúrar o.fl.

Í þessari samsýningu sem ber titilinn Höfuðverk taka 6 konur þátt, þær Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir, Hrafnhildur Ýr Denke, Hrönn Einarsdóttir, Telma Brimdís Þorleifsdóttir og Ragney Guðbjartsdóttir

Sýningin opnar á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst klukkan 14:00.

Velkomin!

https://www.facebook.com/events/1479250352376673


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband