A! Gjörningahátíð haldin á Akureyri

11855619_987122054642970_3333175628423377327_n

A! Gjörningahátíð verður haldin í fyrsta sinn dagana 3. - 6. september 2015. Stefnt er að því að hún verði að árlegum viðburði. Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi frá Myndlistarsjóði.

Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviðslistafólks verða á A! og meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Snorri Ásmundsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Marta Nordal, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriðpleir.

A! fer fram víðsvegar um Akureyri og teygir anga sína til Hjalteyrar. Meðal annars verða settir upp gjörningar í kirkjutröppunum, uppskipunarskemmu á Oddeyri, Verksmiðjunni á Hjalteyri og nokkrir gjörningar verða Menningarhúsinu Hofi og í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Auk þess verður „off venue” dagskrá í Listagilinu og víðar og á sama tíma fer fram vídeólistahátíðin Heim.

Dagskrá A! verður gefin út í lok ágúst og mun hátíðin marka lokin á Listasumri sem staðið hefur frá byrjun júní. Ókeypis verður á öll verkin á A! 

Nánari upplýsingar veita Guðrún Þórsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson, Jón Páll Eyjólfsson og Hlynur Hallsson.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband