Tónleikar í Sal Myndlistarfélagsins

11053425_907448759328128_1400272629388009308_o

Verkið Brothætt er samið í kringum Flísafóninn sem ég bjó til ásamt pabba mínum Emil Valgarðsyni í sumar. Flísafónn er þriggja áttunda ásláttarhljómborð úr gólf-flísum. 
Stórvinur minn Þorvaldur Örn Davíðsson sem er nýútskrifað tónskáld úr LHÍ samdi þrjú þemu sérstaklega fyrir flísafón sem að ég nota í verkinu. Ásamt flísafóninum mun ég notast við lifandi bakgrunnshljóð, allskonar slagverkshljóðfæri ofl.

Húsið opnar klukkan 20:00 en tónleikarnir hefjast 20:30. Salur Myndlistarfélagsins er til húsa í Listagilinu, Kaupvangsstræti 10. 

Fríkeypis inn! 

Tónleikarnir eru í boði skapandi sumarstarfa Akureyrarbæjar.

https://www.facebook.com/events/865079116901297


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband