11.8.2015 | 20:54
Lefteris Yakoumakis opnar sýningu í Mjólkurbúðinni
Gríski listamaðurinn Lefteris Yakoumakis opnar sýninguna "Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 15. ágúst.
Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið
Sýning gríska listamannsins Lefteris Yakoumakis Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið skiptist í tvo hluta. Fyrsti hlutinn Íbúðarmálverk samanstendur af kyrralífsmálverkum sem voru máluð árin 2012 og 2013 í kjölfar yfirtöku Syntagma torgsins í Aþenu sumarið 2011 og fjölda mótmæla sem fylgdu um veturinn. Útgangspunkturinn er að hreyfingarnar í þessum mótmælum töpuðu baráttunni vegna þess að hugmyndafræðin hefur verið yfirtekin af hugsunarhætti miðstéttarinnar og gildum hennar. Listamaðurinn upphefur hluti sem eru táknrænir fyrir þennan miðstéttarhugsunarhátt og fagurfræði miðstéttarinnar yfir í viðfangsefni málverksins. Annar hluti sýningarinnar Hugsanir um ferðina í kjölfarið, lýsir á myndrænan hátt upplifuninni af því að flytja til norðurhluta Íslands og hvernig það var að vinna í fiskvinnslu í smábæ árin eftir að íbúðarmálverkin voru gerð. Hugsanirnar eru teikningar í smáu sniði unnar með túss og kína bleki. Með annað augað á samfélags ástandinu heima fyrir er listamaðurinn samstundis heillaður af fegurð Íslands en hefur engu að síður uppi efasemdir og áhyggjur af birtingarmynd kapítalismans í íslensku samfélagi.
Lefteris Yakoumakis er fæddur í Aþenu, Grikklandi árið 1984. Hann nam myndlist við Aristotle Háskólann í Thessaloniki þar sem hann sérhæfði sig í málverki. Hann hefur sýnt verk sín í Grikklandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Árið 2010 var gestalistamaður í Herhúsinu á Siglufirði og síðan þá hefur hann dvalist þar reglulega og unnið við fiskvinnslu.
Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og verður Lefteris í Mjólkurbúðinni frá kl. 12 á laugardeginum og frá kl. 10 á sunnudeginum.
Allir velkomnir
Mjólkurbúðin Listagili s. 8957173
Apartment painting and notes on journey after.
Apartment painting and notes on journey after is an exhibition, by Greek artist Lefteris Yakoumakis, that consists if two parts. The first part, Apartment painting, is a group of still life paintings that were created between 2012 and 2013 on the aftermath of the occupation of Syntagma square in Athens in the summer of 2011 and the large protests of the following winter. Starting from the assumption that those movements lost the battle because ideologies have died to be replaced by middle class mentality the artist seeks to elevate objects symbolic of middle class mentality and aesthetics to the level of painting subjects. The second part of the exhibtion, Notes on the journey after, is an illustration of the experience of moving to northern Iceland and working in the fishing industry in the years that followed apartment painting. The notes are small format drawings drawn with markers and chinese ink. With one eye turned to the ongoing social struggle back home the artist is mesmerised by Iceland's beauty and at the same time skeptical for the manifestations of the capitalist machine in the country.
Lefteris Yakoumakis was born in Athens, Greece in 1984. He studied Art at the the School of Fine Arts of the Aristotle University of Thessaloniki where he specialized in painting.He has exhibited his work in Greece, U.S.A and Iceland. He arrived in Siglufjörður in December 2010 as the guest artist of the Herhúsið artist-in-residence program, and since 2013 regularly revisits the town to live and work in its fishing industry.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.