Elísabet Ásgríms sýnir í Útibúinu

11817050_643747862426326_6659673208082521676_n

Verið velkomin á sýningu Elísabetar Ásgríms, Kílómeter í Útibúinu laugardaginn 8. ágúst kl. 14:00 - 17:00. Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna! Sýningin er hluti af Listasumar á Akureyri 2015

Á um það bil eins kílómeters kafla meðfram þjóðvegi eitt – já vel á minnst – bara hægra megin, í suðurátt á Svalbarðsstrandarvegi, fann ég þessi kynstrin af rusli í vegkantinum eða rétt við veginn.

Ég þoli ekki rusl og drasl á röngum stöðum, sem fólk hendir út um gluggann á bílnum sínum á fleygiferðinni sem það fer á í gegnum – ekki bara Svalbarðsströnd – heldur lífið sjálft og hugsar ekkert um nema augnablikið...

Augnablikið sem flaskan, dósin, ísdollan, sígarettustubburinn fá flugið, flugið eftir að hafa fullnægt sæluþránni – augnabliksfullnægjunni sem eftir allt er auðvitað löngu liðin, það er bara minning - minningin um fyrsta smókinn, ilmurinn og minningin hversu magnaðari þú varðst af bjórnum, fyrsti sleikurinn af ísnum. Hversu margir bjórar, hversu margir sígarettustubbar, hversu margir ísar... Kannski er þetta ennþá allt saman sæla hjá þér en afhverju þurfa náttúran, heimurinn og ég að líða fyrir sæluaugnablikið þitt – af hverju að káfa því upp á okkur... 

Ekki kasta sælurestinni þinni upp á okkur hin, hafðu þetta heim, heim til minninga um þína skammvinnu sælu ef þú vilt - ekki taka þátt í búa til minningu fyrir okkur um heiminn sem einu sinni var, heiminn sem var áður en hann varð ruslinu að bráð – ruslinu sem þú kastaðir út um bílgluggann á fleygiferð á unggæðislegri hugmynd þinni að heimurinn snérist um þig og aðeins þig.

Hey – ég er hérna líka – allt telur – ekki síst það sem þú hefur með þér heim eða kemur á réttan stað.  

Ef allir spila með þá verður minningasæla og útkoma í +

Elísabet Ásgríms

Þjóðvegur 1 – ljósmyndir og innsetning sem fjalla um rusl á röngum stað.  

Hugmyndin er sprottin af umhyggju á náttúrunni, nýtingu hlutanna og minni umbúðum = minna rusli, 

flokkun og nýtingu!

Elísabet Ásgríms útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri í maí s.l. Þetta er hennar þriðja einkasýning, auk þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum og var m.a. einn af aðstandendum sýningarinnar og viðburðinum Að bjarga heiminum á Hjalteyri í júní s.l.  

Í sumar hefur Elísabet verið með námskeið fyrir börn undir yfirskriftinni Skapandi samvera, þar sem hún m.a. nýtur og notar náttúruna sem efnivið og uppsprettu hugmynda í skapandi starfi með börnum.

Nánar:
Elísabet Ásgríms - artist
Skapandi samvera

https://www.facebook.com/events/1618397718413847


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband