Samsýningin "Ég sé allt í kringum þig" í Mjólkurbúðinni

11183442_10153556344708707_5041071419825138541_n

Laugardaginn 1.ágúst opnar samsýningin Ég sé allt í kringum þig, í Mjólkurbúðinni klukkan 15:00.

Á sýningunni gefur að líta valdar myndir af manneskjum og dýrum með sérstaka áherslu á bakgrunn verkanna.
Málverk af andlitum og svipbrigðum eru oft heiðarleg leið til að gefa upp ákveðinn sannleika, á meðan bakgrunnurinn fær að leika lausum hala. Þegar horft er framhjá raunverulegu viðfangsefni portrettsins og athyglinni beint að því sem umvefur, koma því aðrar og jafnvel stærri sögur í ljós. Litir, áferð og tákn geta víkkað út tilfinningar og upplifun verksins og dýpkað skynjun okkar á því sem ekki sést í persónum myndanna.

Um sýningarstjórn sér Hekla Björt Helgadóttir og á sýningunni má finna verk eftir:

Anne Balant
Arna Guðný Valsdóttir
Egill Logi Jónasson
Elín Anna Þórisdóttir
Georg Óskar Giannakoudakis
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Gunnhildur Helgadóttir
Hekla Björt Helgadóttir
Karólína Baldvinsdóttir
Úlfur Logason
Þóra Karlsdóttir


Sýningin stendur til 9. ágúst og eru allir hjartanlega velkomnir... ennfremur, hikið ekki við að mæta með bakgrunn ykkar meðferðis...

Sjáumst!

https://www.facebook.com/events/657399404395356


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband