Opnun ljósmyndasýningarinnar "Lífríki Norðurslóða í gegnum linsuna"

11825745_951966458194549_3507328030809812593_n

Ljósmyndasýningin „Lífríki Norðurslóða í gegnum linsuna“ verður opnuð næstkomandi föstudag 31. júlí fyrir utan Menningarhúsið Hof kl 14:00. Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum víðsvegar frá norðurslóðum og sýnir vinningsmyndir úr ljósmyndakeppni sem CAFF skrifstofan á Íslandi, vinnuhópur Norðurskautsráðsins, hefur staðið fyrir síðastliðið ár.

Á sýningunni má einnig sjá megin niðurstöður úr skýrslu er nefnist Lífríki Norðurslóða (Arctic Biodviersity Assessment) sem er fyrsta heildstæða mat á lífríki norðurslóða. Að skýrslunni koma yfir 250 vísindamenn víðsvegar að en starfinu var stýrt frá Akureyri. Opnun sýningarinnar er í samstarfi við öflugan kjarna stofnana og fyrirtækja sem koma að norðurslóðamálum á Akureyri auk þess sem ljósmyndakeppnin sjálf naut stuðnings fjölda aðila sem láta sig málið varða.

Til máls taka:

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mun opna sýninguna

Embla Eir Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurslóðanets Íslands mun segja gestum frá því öfluga norðurslóðastarfi sem á sér stað á Akureyri

Kári Fannar Lárusson, verkefnastjóri hjá CAFF, mun segja nokkur orð um starfsemi CAFF, hversvegna ráðist var í að halda ljósmyndakeppni um norðurslóðir og fjalla um söguna á bakvið valdar myndir.
______________________________

“Arctic Biodiversity Through the Lens”, a photography exhibit displaying the beauty of the Arctic, will open in Akureyri, Iceland, Friday July 31 at the Hof Cultural building at 14:00.

The exhibition consists of photographs from across the Arctic and displays the winning images from a photography competition held by the Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) working group of the Arctic Council.

The exhibit also displays key findings from the Arctic Biodiversity Assessment, the first overall assessment of Arctic biodiversity. Over 250 scientists across the world participated in the generation of the assessment. The exhibit is held in cooperation with a strong network of institutions and companies located in Akureyri, which focus on Arctic issues.

Eiríkur Björn Björgvinsson, Mayor of Akureyri, will open the exhibit
Embla Eir Oddsdóttir, Director of the Icelandic Arctic Cooperation Network, will say a few words about the active Arctic network operating in Akureyri
Kári Fannar Lárusson, Program Officer at CAFF, will say a few words CAFF, the photography comptition and the story behind selected images.

https://www.facebook.com/events/1471767859806436


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband