Næstkomandi laugardag opna tvær sýningar í Sal Myndlistarfélagsins. Verið velkomin á opnun laugardaginn 1. ágúst frá klukkan 14:00 - 17:00
Sýningarnar standa frá 1.ágúst til 16.ágúst - opið um helgar 13:00 - 17:00
Ljósmyndaverkefni Siggu Ellu Fyrst og fremst er ég samanstendur af portrettmyndum af tuttugu og einum einstaklingi með Downs heilkennið á aldrinum 9 mánaða til 60 ára.
Um tilurð verkefnisins segir ljósmyndarinn:
Ég heyrði viðtal í útvarpinu um siðferðisleg álitamál þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Mér finnst þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs heilkenni? Ég átti yndislega föðursystur með Downs heilkenni, Bergfríði Jóhannsdóttur, eða Beggu frænku. Það er erfitt að hugsa um útrýmingu Downs og hana í sömu mund.
wwww.siggaella.com
------------------------------------------------------------------------------
Náttúrupælingar 1
Stefán Bessason er 23 ára og útskrifaðist af Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í vor og stefnir á frekara listnám. Stefán hefur tvisvar áður sýnt verk sín, en þetta er hans fyrsta einkasýning.
Olíumálverkin eru landslög, lögð undir grunnformum, með vissa áherslu á láréttu línuna. Myndirnar eru skissaðar upp úti í náttúrunni með vatnslitum og
síðar unnar á vinnustofu þar sem leikið er með liti og form. Litirnir eru í flestum tilfellum lagðir í þunnum lögum af olíulit svo að hvert lag af lit hefur áhrif á það næsta og formin eru brotin upp á nánast kúbískan hátt. Gerð er tilraun til þess að gera einhverja grein fyrir upplifuninni sem náttúran er.
https://www.facebook.com/events/137612676574585
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.