Innsetning, hljómmynd og dansgjörningur í Deiglunni

11220940_948780851831636_5099591873498033717_n

Heimspekilegur garður
Innsetning, hljómmynd og dansgjörningur

Deiglan, Akureyri
1.– 9. ágúst 2015
Opið 14:00 – 17:00
Dansgjörningar um opnunarhelgina, og á föstudaginn 31. júlí í Lystigarðinum kl: 15:00


Þátttakendur: Laura Miettinen sjónlistakona, Karl Guðmundsson myndlistamaður, Rósa Júlíusdóttir myndlistakona, Kaaos Company blandaður danshópur; Jonna Lehto, Mirva Keski-Vähälä, Lau Lukkarila, Silke Schönfleisch and Gunilla Sjövall. Kóreógraf Sally Davison. Búningar Jonna Jónborg Sigurðardóttir og Brynhildur Kristinsdóttir.
Sýningarstjóri Mari Krappala.

Heimspekilegur garður er safn ólíkra pólitískra, sjónrænna og heimspekilegra fyrirbæra sem fólk flytur með sér yfir höfin. Garðurinn blómstrar á eylandi í miðju hafi. Náttúran minnir okkur á hugleiðslu garða verufræðinnar. Sjórinn flytur með sér og/eða fjarlægir persónur, hugmyndir og hugmyndafræði... Heimspekigarðurinn á rætur í og sprettur upp úr melankólískum tónum hafsins.

Innsetningin er unnin af Laura Miettinen, Karli Guðmundssyni, Rósu Júlíusdóttir og Mari Krappala. Dansgjörningur er fluttur af Kaaos Company sem er blandaður danshópur (atvinnudansara með og án fötlunar).
Þátttakendurnir í þessu samvinnuverkefni settu upp innsetninguna og dansgjörninginn; Skapandi samtal við blaktandi tjöld Völundarhúss – hljómmynd við kvikan dans, í Norræna húsinu í fyrra vor og var sú sýning hluti af listahátíðinni List án landamæra. Hugmyndafræðin sem unnið var eftir er samþætt listsköpun þar sem sjónarhorn hvers listamanns þróast í gegnum sjónræna og orðaða samræðu, sem sameinast síðan í listrænu samspili okkar sköpuninni! Heimspekilegur garður byggir á sömu vinnuaðferð, listsköpunin til heyrir okkur til jafns, byggir á ákveðnu samspili sem leiðir að sameiginlegu markmiði.

https://www.facebook.com/events/511217882369767


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband