25.7.2015 | 19:51
Sýningin Toes/Tær opnar í Verksmiðjunni í Hjalteyri
Opnun í Verksmiðjunni í Hjalteyri, 1. ágúst 2015.
Toes/Tær
Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson og Örn Alexander Ámundason.
Verksmiðjan á Hjalteyri, / 01.08 30.08.2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 1. ágúst kl. 14:00 / Opið alla daga nema mánudaga til og með 30 ágúst, kl. 14:00 17:00.
Tær
Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson og Örn Alexander Ámundason sýna saman í fyrsta skipti í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Leiðir myndlistarmannanna, sem að eiga það sameiginlegt að hafa lært í Svíþjóð, lágu saman í lítilli stúdíóíbúð í Malmö þar sem fyrstu uppköstin að sýningunni urðu til. Þrátt fyrir að vinna í ólíka miðla deila þau áhuga á hinum ýmsu möguleikum og eiginleikum verksmiðjunnar s.s stórbrotnu umhverfi, stærð hennar og hráleika. Á sama tíma sjá þau þetta sem hennar helstu ómöguleika og takmarkanir. Í Verksmiðjunni á Hjalteyri munu þau m.a sýna ný verk sem hafa verið gerð sérstaklega fyrir sýningarrýmið.
Opnunin verður 1. ágúst kl. 14:00. Á opnunardegi verður lifandi tónlist og veisla í Verksmiðjunni um kvöldið, skipulögð af heimamönnum. Sýningin verður opin þriðjudaga sunnudaga kl. 14:0017:00 og mun standa til 30. ágúst.
Toes
Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson and Örn Alexander Ámundason exhibit together for the first time in The Factory in Hjalteyri, Iceland. The artists who all studied in Sweden, met for the first time in a small studio apartment in Malmö where the idea for the exhibition originated. Though they all work in different ways, they share an interest in the characteristics and possibilities of the factory: it's size, rawness and natural surroundings. At the same time they see this as the space's biggest impossibilities and restrictions. In the Factory in Hjalteyri the artists will present new works created specially for the space.
The opening is at 2pm on August 1st, during the opening there will be live music and a party hosted by local people. The exhibition will be open tuesdays sundays, 2pm 5pm, until August 30th.
Sýningin verður opnuð laugardaginn 1. ágúst 2015, kl. 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Formleg opnun stendur til kl. 17:00 en húsið verður opið fram eftir kvöldi með veisluhöldum tónlist og skemmtiatriðum. Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.
https://www.facebook.com/events/1606713696274967
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.