"Samsýning með sjálfri mér" í Sal Myndlistarfélagsins

11694987_10207473261416646_1587245363881258997_n

Í ár eru 20 ár liðin frá því að Jonna útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akureyri, vorið 1995. Hún hefur unnið að myndlist frá þeim tíma ásamt því að sinna öðrum störfum og uppeldi 5 barna. Undanfarin tvö ár hefur Jonna verið mjög virk í myndlistarsenunni á Akureyri, tekið þátt í fjölda samsýninga ásamt því að halda nokkrar einkasýningar. Verkin á sýningunni eru öll frá síðustu 20 árum og úr öllum áttum en hafa tengingar engu að síður.
Sýningin opnar með gjörningi 11. júlí kl. 14:00 í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu og stendur til 26. júlí. Sýningin er opin um helgar.

https://www.facebook.com/events/435556166617542


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband