Námskeið og sýning í Mjólkurbúðinni

1464627_10152864667242231_4516770802668506089_n

Þjóðahátíðin Vaka 2015 býður upp á námskeið og sýningu á handavinnu og ljóðum Nenu Marijan í Mjólkurbúðinni föstudaginn 12. júní.

Nena Marijan sýnir handsaumuð teppi með blómamynstri, töskur og ljóð.
Nena er frá Serbíu og kom til Íslands með fjölskyldu sinni árið 2003 en þá hafði hún dvalist í serbneskum flóttamannabúðum eftir að hafa flúið frá Otocac í Króatíu árið 1995 vegna stríðsátaka. Nena og fjölskylda hennar fluttu til Akureyrar eftir komuna til Íslands og eru búsett þar enn í dag.

Nena lauk námi í tækniskóla ( Secondary Technical School) og var stefnan sett á verkfræði og brúarbyggingar, en Nena þurfti að hverfa frá námi aðeins 19 ára gömul eftir andlát foreldra sinna og annarst yngri systkini sín. Nena veikist alvarlega 2011 og uppfrá því vaknaði mikill áhugi hjá Nenu á handverki og bókmenntum, og hefur Nena skrifað 5 bækur á móðurmáli sínu og eina ljóðabók sem er bæði á serbnesku og íslensku. En sú ljóðabók verður til sýnis ásamt handverki Nenu.

Námskeiðin í Mjólkurbúðinni eru:
Blómstursaumur í lausavasa 12. júní kl. 10-12
Kennari er Guðrún H. Bjarnadóttir

Hálsmen úr beini 12. júní kl. 14-16
Kennari er Guðrún Steingrímsdóttir

Skráning fer fram á síðu Vöku 2015 og þar má sjá gjaldskrá námskeiðanna:
http://www.thjodlist.is/vakais/upplysingar/kaupa-mida/namskeidskort-og-stok-namskeid-fyrir-namsmenn-eldriborgara-atvinnulausa-og-oryrkja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband