28.5.2015 | 13:54
INNSETNING Í ÚTIBÚI GALLERÍ ÍSKÁPS
Erwin van der Werve útskrifaðist úr Willem de Kooning Academy í Rotterdam árið 2002 og var í skiptinámi í LHÍ, Reykjavík 2001. Eftir útskrift hlaut hann starfslaun Dutch Fund of Visual Arts og sýndi í Evrópu og Kína. Erwin gerir málverk, innsetningar og teikningar sem samanstanda af mismunandi efnum og aðferðum. Verkin eru gerð eftir innsæi og eru byggð á ákveðinni stemningu eða tilfinningum sem geta kallað fram ákveðin áhrif hjá áhorfanda líkt og landslag eða atriði í kvikmynd getur gert. Verkin gefa hugmynd um óendanlegt rými eins og er að finna í íslensku landslagi eða í himninum í fæðingarlandi hans, Hollandi.
Útibú Gallerí Ískáps verður staðsett við nýja hjólastíginn við Drottningarbraut, nálægt Naustabryggju, leitið og þér munuð finna.
Aðeins þennan eina dag!
Heimasíða: http://www.erwinvanderwerve.nl/
Facebooksíða: Erwin van der Werve
https://www.facebook.com/events/1648066405414870
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, í síma 848-2770 eða tölvupósti heiddis.holm (hjá) gmail.com
--
Erwin van der Werve graduated from Willem de Kooning Academy in Rotterdam in 2002, with a year as an exchange student in LHÍ, Reykjavík 2001. After graduation he got a starters grant from the Dutch Fund of Visual Arts and exhibited in Europe and China. Erwin creates mixed media paintings, installations and drawings. His work is made with intuition and occur from a certain feel that can produce an effect in the viewer in the same way a landscape or a film can. The work give the idea of an endless space similar to the icelandic landscape or in the sky in Netherlands.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.