19.5.2015 | 23:57
Guðrún Þórsdóttir sýnir Masterpiece/Meistarastykki í Flóru
Guðrún Þórsdóttir
Masterpiece/Meistarastykki
23. maí - 6. júní 2015
Opnun laugardaginn 23. maí kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1570797126518826
Laugardaginn 23. maí kl. 14 opnar Guðrún Þórsdóttir sýninguna Masterpiece/Meistarastykki í Flóru á Akureyri.
Masterpiece/Meistarastykki er verk í þróun og er hluti af meistaraverkefni Guðrúnar Þórsdóttur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Um er að ræða myndir úr grunngögnum rannsóknarverkefnis Guðrúnar.
Í rannsókn sinni fylgdi Guðrún eftir 15 unglingum frá Akureyri til fjögurra landa, Eistland, Finnland, Svíþjóð, Álandseyja og Ísland. Hún myndaði krakkana þar sem þau unnu að sjónlistum með jafnöldrum sínum í alþjóðlegu samhengi í Nordic light verkefninu.
Nordic light 2014 fólst í því að krakkarnir fóru og lærðu af listamönnum í hverju landi fyrir sig sjónlistir og endaði ferðalagið á því að þau hittu fleiri krakka, alls 75 talsins og settu upp stóra útisýningu.
Hluti þeirra grunngagna sem Guðrún notar í meistaraverkefninu eru myndirnar sem hún tók af unglingunum á ferðalaginu. Sýningin Masterpiece/Meistarastykki er verk í þróun sem mun ljúka með meistaragráðu. Í rannsóknarverkefninu er Guðrún að skoða upplifun ungmennanna af þátttöku í svona verkefni og hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu listaverkefni hefur á þau.
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru út maí: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 11-16, fimmtudaga kl. 11-18, og laugardaga kl. 11-14. Frá og með 1. júní er opið mánudaga til laugardaga 10-18 og sunnudaga 12-18. Sýningin stendur til laugardagsins 6. júní 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Guðrún Þórsdóttir í gunnathors@gmail.com og í síma 663 2848.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.