Jón Steinar Ragnarson opnar ljósmyndasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

1913227_10204297788941645_3466299812203279034_o

Sunnudaginn 17. maí kl. 15.00 opnar Jón Steinar Ragnarson ljósmyndasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Jón Steinar er leikmyndahönnuður og ástríðu ljósmyndari, fæddur á Ísafirði 1959 og hefur verið búsettur á Siglufirði síðan 2007. Hann var leikmyndahönnuður á myndunum Nói Albínói, Englar Alheimsins og Ikingut, sem hann skrifaði líka handrit að. Af sjónvarpsefni þar sem hann kemur við sögu má nefna þættina Fóstbræður. Einnig hefur Jón Steinar starfað að uppbyggingu og ímyndarsköpun Rauðku ehf í tengslum við ferðamál fyrir Róbert Guðfinnsson. 
Myndirnar sem sýndar verða í Kompunni eru teknar s.l. ár á Siglufirði og nágrenni og leitast við að fanga andrúmsloft og fegurð svæðisins á öllum árstíðum. Líkt og Ásmundur Jónsson gerði forðum með pensil og striga að vopni.

https://www.facebook.com/events/754744507979332/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband