20 ára afmæli Safnasafnsins

11269821_1117972544885371_1211423768181469136_n

Safnasafnið er gimsteinn í íslensku og alþjóðlegu listumhverfi og í ár fagnar Safnasafnið 20 ára afmæli sínu. Í tilefni af afmælinu opna 14 nýjar sýningar, inni og úti, á Alþjóðlega safnadaginn, laugardaginn 16.maí. 

Meðal sýninga eru sérsýningar Gunnhildar Hauksdóttur, Bjarna Þórarinssonar, Eirúnar Sigurðardóttur og Margrétar M. Norðdahl. 
Safnið minnist 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi og sýnir af því tilefni verk Hrefnu Sigurðardóttur.
Safnið kynnir einnig teikningar og málverk eftir Thor Vilhjálmsson sem hefði orðið 90 ára á þessu ári ef honum hefði enst aldur til. 

Þá eru sýndir stórmerkilegir gripir frá Grænlandi, tupilakar og hálsfestar, sem safnið fékk að gjöf 2012-2014 úr dánarbúi Herdísar Vigfúsdóttur kennara og Valtýs Péturssonar listmálara. Gripina fengu þau á ferðum sínum um Grænland á sjöunda áratugnum en þau voru mikið ævintýra fólk. 

Aðrir listamenn eiga verk á samsýningum, þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Birgir Húni Haraldsson, Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðný Guðmundsdóttir, Haraldur Níelsson, Hálfdán Ármann Björnsson, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Helgi Valdimarsson, Helgi Þórsson, Ragnar Bjarnason, Steinunn Svavarsdóttir, Sæmundur Valdimarsson, Vilmundur Þorgrímsson og Yngvi Örn Guðmundsson. Leik- og grunnskólabörn í Svalbarðsstrandarhreppi sýna að venju, og í garðinum eru skúlptúrar eftir Önnu Eyjólfsdóttur og Þórdísi Öldu Sigurðardóttur.

Stjórn Safnasafnsins setur svip á sýningarnar með hugmyndafræði, skipulagningu og uppsetningu verka. Hugmynd þeirra er að leggja áherslu á bjartsýni sem ríkir í starfsemi safnsins og beina sjónum manna að margvíslegum tengingum, fínlegum útfærslum, björtum litum og léttu yfirbragði

Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10.00–17.00 alla daga til 31. ágúst, en tekið á móti hópum í september eftir samkomulagi á meðan veður leyfir
Safnasafnið gefur gestum sínum veitingar og glæsilega sýningarskrá, og upplifun af skemmtitækjum í móttökunni þegar færi gefst.

https://www.facebook.com/events/630976840370378/631192747015454


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband