7.5.2015 | 11:27
Mary Zompetti opnar sýninguna "Negative/Positive" í Mjólkurbúðinni
Mary Zompetti opnar sýninguna "Negative/Positive" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 9.maí kl. 14.
Listaverkin á sýningunni eru unnin með sérsmíðaðri skanna-myndavél sem nemur ljós, rými, hreyfingu og tíma. Mary vinnur með kvikmyndafilmur, strendinga, spegla og linsur við gerð myndanna og hún notar einnig hluti úr náttúrunni eins og plöntur, steina og vatn. Hver ein mynd er einstök og eru verkin retrospective og túlka bæði minningar og reynslu listakonunnar, sem verður síbreytilegt viðfangsefni í myndsköpun hennar.
Mary Zompetti kemur frá Grand Isle í Vermont í Bandaríkjunum og dvelur nú í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri. Hún lærði í Art Intitute of Boston í Lesley Univercity og er útskrifuð þaðan með MFA gráðu. Mary Zompetti starfar sem framkvæmdarstjóri ljósmyndadeildar hjá Burlington City Arts og kennir við Champlain College í Vermont.
Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17.
Allir velkomnir
http://www.maryzompetti.com/
Mjólkurbúðin s.8957173
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/
Mary Zompetti s.+18023556279
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.