15.4.2015 | 14:45
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Joris Rademaker sýna á kirkjulistaviku
14. kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 19.-26. apríl 2014
Hjónin Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Joris Rademaker opna sýningar í safnaðarheimili og kapellu Akureyrarkirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 12
Guðrún Pálína skrifar um sýningu sína:
Málverkin tjá kraft og fegurð náttúrunnar sem er í stanslausri breytingu.
Vinnuferli málverkanna og efnisnotkun var í stöðugu samspili við tilfinningar og orku andartaksins.
Reynt var að fanga fegurðina sem bjó í augnablikinu, efninu og litunum.
Málverkin voru unnin í Maastricht( 1989) og í Berlín (2014).
Um Joris og verk hans:
Meginverkefni Jorisar hefur löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna í þrívíðum verkum. Þrjátíu árum eftir útskrift úr listaakademíu er efnisvalið orðið ansi frjálslegt. Listaverkin kalla fram spurningar í samhengi við tilvist okkar, rými og náttúruna. Að baki hverju einasta verki liggja margvíslegar tilraunir og nákvæmar útfærslur, sem skila sér svo áfram í næstu verkefni. Verkin hafa oftast táknrænt gildi sem tengist mannlegu eðli.
Sýningarnar verða opnar á meðan Kirkjulistaviku stendur frá kl. 10-17. Sýningarnar verða svo áfram opnar til 29. maí nk.
https://www.facebook.com/events/1629050077328421
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.