13.4.2015 | 13:47
Umsóknarfrestur um þátttöku í Haustsýningu til 27. apríl
Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 29. ágúst - 18. október 2015. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl næstkomandi.
Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðu lífi. Haustsýning Listasafnsins á Akureyri verður tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi.
Sérstakt eyðublað má finna hér að neðan.
- Eyðublaðið er einungis rafrænt og þarf ekki að prenta út. Umsækjandi fyllir út grunnupplýsingar um sjálfan sig og hleður upp 1-3 myndum sem dómnefndin mun fjalla um. Mikilvægt er að myndirnar séu í góðri upplausn sem seinna má nýta í prentaða sýningarskrá og annað kynningarefni. Stærðin er um það bil 150x100 mm ( 1.772x1329 pixlar) og 300 pt.
- Stuttur texti skal fylgja þar sem listamaðurinn fjallar um verkin og sýn hans á listina. Umsækjandi hleður textanum upp sem Word skjali með hnappnum Almennt um verkin.
- Sérstakar upplýsingar um verkin eru færðar inn: ártal, stærð, tækni og nafn ásamt stuttum texta um verkin til útskýringar.
- Mynd af listamanninum sem verður nýtt í sýningarskrá og annað kynningarefni. Myndin þarf að vera í 300 pt. upplausn.
- Að síðustu þarf að fylgja örstutt ferilskrá á bilinu 60-80 orð.
Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.