Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

large_jp

Þriðjudaginn 24. mars kl. 17 mun Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Leikhúsvélar, tæki og lögmál Donald Rumsfelds um stig þekkingar.

Þar mun Jón Páll fjalla um almenna kenningu sína um samyrkju í sviðslistum; Leikhúsvélina. Kenning þessi hefur bæði vakið alþjóðlega athygli og verið kennd í Listaháskóla Íslands, en hún er afurð níu ára tilraunavinnu sem miðar að samvinnu í sviðslistum og ber heitið Mindgroup. Vefir:  jonpalle.com og mindgroup.me.

Jón Páll útskrifaðist úr East 15 Acting School í London árið 2000 og hefur síðan starfað sem leikari og leikstjóri, bæði hér heima og erlendis.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá tíundi og næstsíðasti í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Hildur Friðriksdóttir heldur síðasta fyrirlestur vetrarins þriðjudaginn 31. mars undir yfirskriftinni Hin fullkomna kvenímynd.

https://www.facebook.com/events/414270212068620

http://www.listak.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband