Silkisalur, pappírsborð í Salt Vatn Skæri

10847198_721320507976873_1227213230889390968_o

Laugardaginn 14. mars fer fjórða opnun samstarfsins Salt Vatn Skæri, í loftið. 
Að þessu sinni kynna Freyja og Hekla rými og leiksvið gjörningsins: Silkisalur, pappírsborð, fyrir gestum og gangandi. 
Gjörningurinn hefst formlega mánudaginn 16. mars og lýkur föstudaginn þann 20.  
Alla dagana gefst áhugasömum kostur á að heimsækja Silkisal, pappírsborð og fylgjast með þróun og sköpun gjörningsins og persóna hans: Sivonigaba og Tokkólu Mírus en þær eru söguhetjur nóvellunnar Salt Vatn Skæri. 

Laugardagurinn 14. mars er einnig Gildagur með tilheyrandi pompi víðsvegar í Kaupvangsstrætinu. Auk opnunar Silkisalur, pappírsborð, opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir innsetningu sína: Blái flygillinn, í verkefnarými Salt Vatn Skæri. 
https://www.facebook.com/events/1574414956130730/

Við bjóðum því með stolti, hvern þann sem koma vill og upplifa listheima þriggja kvenna í Listagilinu á Akureyri frá klukkan 16:00 til 18:00.

Kaupvangstæti 23, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/288988741225461


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband