Katrín Erna Gunnarsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur

11044534_904170649604778_2851458748442615442_n

Listasafnið á Akureyri, Ketilhús.

Þriðjudagsfyrirlestur

Katrín Erna Gunnarsdóttir: Áður fyrr seinna meir.

Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 mun myndlistarkonan Katrín Erna Gunnarsdóttir halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Áður fyrr seinna meir/Before In The After. Í fyrirlestrinum fjallar Katrín um lokaverkefni sitt frá LHÍ 2012 sem hún tengir við persónulega þróun sína í listsköpum og ræðir hvernig „ein lítil hugmynd getur haft gríðarleg áhrif á mann í langan tíma og jafnvel gefið tóninn fyrir feril manns sem heild“.

Auk Listaháskóla Íslands nam Katrín við Myndlistaskólann í Reykjavík og Chelsea School of Art and Design, í Bretlandi. Hún er einnig útskrifuð úr BA námi í listfræði og almennri trúarbragðafræði frá Háskóla Íslands.

Þetta er áttundi Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.

https://www.facebook.com/events/414270212068620

http://www.listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband