Tónlistarveisla í Listasafninu á Akureyri

11025120_904268662928310_2452060935910858461_n

Í tilefni af síðustu dögum yfirlitssýningar Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, verður boðið til tónlistarveislu í austursal Listasafnsins á Akureyri kl. 14 laugardaginn 7. mars. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja dagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá tónleikanna:

1. Hljóðlátt og dreymandi: Hekla Liv Maríasdóttir, söngur
2. Hlustar mín þrá: Hekla Liv Maríasdóttir, söngur
3. Hvað ljómar:Kristín Tómasdóttir, söngur
4. Sofið nú: Edda Borg Stefánsdóttir, söngur
5. Um miðja nótt: Elvar Jónsteinsson, söngur
6. Vornæturljóð: Halla Ólöf Jónsdóttir, söngur. Undirleikur: Helena G. Bjarnadóttir
7. Haust: Diljá Finnsdóttir, fiðla
8. Haustkvíði: Halla Ólöf Jónsdóttir, söngur. Undirleikur: Helena G. Bjarnadóttir
9. Í vorþeynum: Sölvi Halldórsson, saxafónn. Undirleikur: Una Haraldsdóttir
10. Áfangar: Ingunn Erla Sigurðardóttir, trompet
11. Nú svífur nóttin svarta: Guðrún Ösp Sævarsdóttir, söngur
12. Á Rauðsgili: Svava Guðný Helgadóttir, horn
13. Gullfoss: Sigrún Mary McCormick, víóla
14. Ástmær hermannsins: Arnfríður Kjartansdóttir, söngur
15. Ég vildi að ég væri: Arnfríður Kjartansdóttir, söngur
16. Hvarf séra Odds frá Miklabæ – I. Hleypir skeiði hörðu: Steinunn Petra Guðmundsdóttir, saxafónn. Undirleikur: Una Haraldsdóttir
17. Hvarf séra Odds frá Miklabæ – II. En hálfur máni: Lilja Björg Geirsdóttir, þverflauta
18. Hafdjúp: Brynja Elín Birkisdóttir, söngur

Í lok dagskrárinnar flytur Kór Akureyrarkirkju, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, lagið Ave María og eru bæði lag og texti eftir Elísabetu Geirmundsdóttur. Útsetning er eftir Áskel Snorrason. Lagið var flutt af Kór Akureyrarkirkju við útför Elísabetar.

Sunnudaginn 8. mars lýkur sýningunni sem staðið hefur yfir í Listasafninu frá 10. janúar.

https://www.facebook.com/events/353200161539906

http://www.listak.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband